Hvað er Vinnuskóli?

ATH - Skráning fyrir vinnuskólann 2024 opnar þegar nær dregur sumri.

Vinnuskólinn er vinnustaður fyrir unglinga. Vinnuskólinn er fyrir 8.-10.bekk svo það er oft á tíðum fyrsta launaða vinna unglinganna og því mikilvægt að vel takist til. Vinnan í skólanum er í senn uppeldi, afþreying og tekjuskapandi. Unglingunum er kennt að umgangast verkefni sín og samstarfsfólk af virðingu og hvernig á að meðhöndla verkfæri og tól í starfi og fylgja verkferlum og leiðbeiningum. 


Markmið vinnuskólans