Flest allt starfsfólk Bungubrekku tekur þátt í starfi Rafíþróttaklúbbsins með einum eða öðrum hætti. Upplýsingar um starfsfólk Bungubrekku eru aðgengilegar hérna. Hér fyrir neðan er upplýsingar um þá einstaklinga innan Bungubrekku sem koma hvað mest að skipulgöðu rafíþróttastarfi C3LL4R.
Vilhjálmur Snær ÓIason er þjálfari rafíþróttaklúbbsins og yfirumsjónaraðili með T-Verinu. Vilhjálmur er sá aðili sem vann að því að koma upp viðeigandi aðstöðu þannig að hægt væri að bjóða upp á faglegt rafíþróttastarf.
Vilhjálmur er tómstunda- og félagsmálafræðingur og kom inn í starf Bungubrekku með margra ára reynslu úr félagsmiðstöðvastarfi úr Reykjavík og fjölbreytta reynslu þegar kemur að frístundastarfi með unglingum og ungmennum og hefur sótt rafíþróttaþjálfanámskeið hjá Rafíþróttasamtökum Íslands.
Vilhjálmur er yfirþjálfari allra æfingahópa Rafíþróttaklúbbsins C3LL4R.
Ásamt því að vera þjálfari rafíþróttaklúbbsins starfar Vilhjálmur þvert á allt starf Bungubrekku og vinnur með öllum aldurshópum með einum eða öðrum hætti.