Frístundamiðstöðin Bungubrekka
Frístundamiðstöðin Bungubrekka hefur yfirumsjón á skipulagningu og rekstri á því frístundastarfi sem sveitarfélagið ber ábyrgð á og býður upp á. 
Frístundamiðstöðin Bungubrekka var stofnuð 2017 eftir að starfsemi frístundaheimilisins Brekkubæ (þá Skólasel) og starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Skjálftaskjóls voru færðar í sama húsnæði. Út frá því fékk húsið nafnið Bungubrekka í höfuðið á samnefndri lóð.
Frístundamiðstöðin Bungubrekka hefur síðan þá færst yfir í það er vera huglægt starf frekar en að vera einungis tengt við húsnæðið sjálft. Bungubrekka er regnhlífarhugtak sem á við fjölbreytt starf stofnunarinnar óháð staðsetningu.
Frístundamiðstöðin Bungubrekka tilheyrir fræðslu- og velferðarsviði Hveragerðis.
Starfseiningar innan Bungubrekku
- Frístundaheimilið Brekkubær 
- Félagsmiðstöðin Skjálftaskjól 
- Rafíþróttaklúbburinn C3LL4R 
- Sumarnámskeið Bungubrekku 
- Vinnuskóli Hveragerðisbæjar 
Tímalína og saga starfsins
1995
- Félagsmiðstöðin Skjálftaskjól er stofnuð 1995/1996 í kjallaranum undir íþróttahúsinu við Skólamörk. 
2000
- Skólasel er stofnað í Hveragerði (seinna frístundaheimilið Skólasel). 
2017
- Frístundamiðstöðin Bungubrekka varð til árið 2017 þegar Félagsmiðstöðin og Frístundaheimilið fluttu í sameiginlegt húsnæði. 
- Til að byrja með var aðeins húsnæðið kallað Bungubrekka og notkun á orðinu Frístundamiðstöð ekki til staðar. 
2020
- Notkun á orðinu Frístundamiðstöð festist í sessi og Frístundamiðstöðin Bungubrekka orðin sú stofnun sem heldur utan um frístundastarf sveitarfélagsins. 
- Lógó Bungubrekku er hannað og tekið í notkun. 
2021
- Frístundamiðstöðin Bungubrekka tekur yfir sumarnámskeið Hveragerðisbæjar fyrir börn og unglinga og heldur utan um rekstur og skipulag. 
2023
- Frístundaheimilið Brekkubær verður til í staðinn fyrir Skólasel. Nokkrum árum áður var talað um Frístundaheimilið Skólasel og Frístundaskólann í Hveragerði. 
- Frístundamiðstöðin Bungubrekka tekur yfir Vinnuskóla Hveragerðisbæjar og heldur utan um allt skipulag vinnuskólans. 
- Rafíþróttaklúbburinn C3LL4R er stofnaður og í fyrsta sinn er boðið upp á skipulagt rafíþróttastarf í sveitarfélaginu.