Foreldrafræðsla og forvarnir

Efnisyfirlit

Smellið á fyrirsagnir til þess að sjá fræðslu um tiltekin málefni.

Upplýsingar um síðuna

YouTube og listaverk barna - Skibidi Toilet

10. október 2023

Þegar börn teikna og lita er það regulega byggt á einhverju ákveðnu efni sem börnin sækja innblástur í. Ef foreldrar vita EKKI hvaðan innblásturinn kemur er mikilvægt að foreldrar ræði við börnin og reyni að átta sig á því út frá hverju þetta sprettur. Undanfarnar vikur hefur starfsfólk í Frístundaheimilinu Brekkubæ tekið eftir ákveðnu þema meðal barna í umræðu, leik og sköpun. 

Þemað í leik, umræðu og sköpun barna síðustu vikur hefur snúist um YouTube seríu sem heitir Skibidi Toilet.

Við hvetjum foreldra til þess að 

Hér má skjá skjáskot sem sýnir brot af því sem kemur upp á YouTube þegar leitað er að Skibidi Toilet.

Gashylki og ósækileg notkun ungmenna

26. september 2023

Aukin umræða hefur myndast í samfélaginu um notkun ungmenna á gashylkjum til þess að komast í vímu. Þessi vímugjafi er ólíkur öðrum að því leyti til að auðvelt getur verið að nálgast þetta. Til dæmis eru gashylki í svitalyktareyðum og rjómasprautum sem þá eru tekin úr og jafnvel gasinu sprautað í blöðrur og svo andað að sér. Það þarf þó ekki að fjarlægja þau úr, einnig eru dæmi um að handklæði eða annað sé sett yfir stútinn og sogið beint úr.

Samkvæmt sérfræðingi hjá Eitrunarmiðstöð geta afleiðingar þess að sniffa gas í hylkjum verið eftirfarandi:

Með því að smella hér má sjá frétt og myndskeið frá vísi.is þar sem má nálgast nytsamlegar upplýsingar um málefnið.

Samantekt á því sem kemur fram í fréttinni: 


Forvarnardagurinn 2023

4. október 2023

Hvert ár skiptir máli - Gefum heilanum tækifæri til að þroskast!

Hvetjum börn og ungmenni til virkrar þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi!

Verum til staðar fyrir hvort annað. Stuðningur foreldra skiptir máli!


Forvarnir, einelti og samskipti

4. október 2023