Flokkstjóri/leiðbeinandi er yfirmaður hvers vinnuhóps og eftir honum ber nemendum að fara.
Næsti yfirmaður hans er yfirflokkstjóri, verkstjóri starfsstöðvar og síðan forstöðuaðili Bungubrekku.
Vinnuskólinn er vímuefnalaus vinnustaður.
Vinnuskólinn er símalaus vinnustaður. Öllum símum og öðrum snjalltækjum skal skila til flokkstjóra í upphafi vinnudags.
Þurfi foreldrar / forráðamenn nauðsynlega að komast í samband við ungmenni í vinnuskólanum á vinnutíma skal hafa samband við umsjónarmann Vinnuskólans.
Engin ábyrgð er tekin á persónulegum hlutum sem komið er með til vinnu.
Ef um veikindi eru að ræða skal það berast frá foreldrum/forráðamönnum að morgni til umsjónaraðila vinnuskólans með tölvupósti
Öll verkfæri í eigu viðeigandi starfseininga eru afhent nemendum með þeim formerkjum að þau séu á ábyrgð þeirra.
Skemmdir á eigum starfstöðva skulu greiddar af þeim sem þeim veldur skemmdunum.
Allir starfsmenn Vinnuskólans í Hveragerði skulu stunda sína vinnu af stundvísi.
Nemendum ber að fara eftir því sem flokkstjóri/leiðbeinandi eða næsti yfirmaður segir.
Allir unglingar sem skrá sig til vinnu í Vinnuskólann hafa skráð sig þar vegna áhuga á að starfa innan Vinnuskólans.
Óæskileg hegðun unglinga gegn öðrum verður ekki liðin.
Allir tilburðir til eineltis verða tilkynntir til yfirmanns um leið og þeir gerast.
Verða misbrestir á hegðun nemenda fara af stað verkferlar vegna agamála.
Gerist unglingur brotlegur við starfsreglur Vinnuskóla Hveragerðisbæjar verða gefnar áminningar og viðeigandi ráðstafanir í kjölfar þeirra.
Athugið að við hvert brot ungmennis mun umsjónarmaður Vinnuskólans hafa samband við foreldra/forrráðamenn.
Athugið að þetta eru einungis dæmi um ástæður fyrir áminningu og er listinn EKKI tæmandi
Ungmenni neytir tóbaks/orkudrykkja eða annarra vímuefna á vinnutíma
Ungmenni skilar ekki síma á viðeigandi stað á vinnutíma
Flokkstjóri þarf að hafa óvenju mikil afskipti af ungmenni
Vinnuframlag ungmennis er óviðunandi - þrátt fyrir tilmæli flokkstjóra
Ungmenni fylgir ekki fyrirmælum
Ungmenni mætir seint og illa
Ungmenni sýnir fullorðnum og/eða öðrum ungmennum vanvirðingu
Ungmenni fara illa með áhöld sem notuð eru í vinnu
Fyrsta brot: Umsjónarmaður Vinnuskólans veitir ungmenni fyrstu áminninguna.
Annað brot: Umsjónarmaður Vinnuskólans veitir ungmenni aðra áminninguna og ungmenni verður sent heim launalaust.
Þriðja brot: Umsjónarmaður Vinnuskólans veitir ungmenni þriðju áminninguna og verður í kjölfar þess haldinn er fundur með foreldrum/forrráðamönnum, umsjónarmanni og/eða forstöðumanni Vinnuskólans.
Fjórða brot: Ef um fjórða brot er að ræða verður ungmenni vísað alfarið úr Vinnuskólanum.
Athugið að við hvert brot ungmennis mun umsjónarmaður Vinnuskólans hafa samband við foreldra/forrráðamenn.