Markmið vinnuskólans
að læra stundvísi og persónulega ábyrgð
að hafa ánægju af því að skila góðu verki og taka þátt í starfi með öðrum.
að læra að umgangast bæinn okkar af virðingu og stofnanir sveitarfélagsins.
að auka færni í samskiptum og samvinnu.
að læra fagleg vinnubrögð og fá tilfinningu fyrir atvinnulífi og umhverfi þess.
að læra meðhöndlun á verkfærum og að vinna eftir verkferlum.
að fegra og snyrta umhverfi sveitarfélagins og starfsstaða.
að læra að hafa sömu tækifæri til þess að hafa áhrif á fjölbreytt starf.
að allir hafi tækifæri til að komast nær því að finna sitt áhugasvið í starfi.