Rafíþróttaklúbburinn C3LL4R

Rafíþróttaklúbburinn C3LL4R er starfseining innan Bungubrekku og heldur utan um allt skipulagt rafíþróttastarf og rafíþróttaæfingar. 


Rafíþróttaklúbburinn er með skipulagðar æfingar með föstum æfingahópum á föstum æfingatímum, eins og þekkist í öðrum íþróttum. Á öllum æfingum verður þjálfari sem heldur utan um æfingar og skipulag í kringum rafíþróttirnar. Rafíþróttaklúbburinn er með æfingar í T-verinu í kjallara Bungubrekku og stefnt er á að bjóða upp á fjölbreytta æfingahópa með mismunandi leikjum sem verða teknir fyrir með ákveðnum aldurshópum. 


Þegar æfingahópar úr rafíþróttaklúbbnum keppa á mótum eða spila leiki sem lið eða einstaklingar munu þau keppa undir formerkjum C3LL4R.