Samfés, Landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, eru frjáls félagasamtök og starfa í þágu ungs fólks um land allt.
Samfés vinnur að því að auka samskipti og samvinnu félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á landinu og stuðla að eflingu fagmenntunar starfsfólks á vettvangi með ráðstefnum, námskeiðum og viðburðum sem eru mikilvægur hluti símenntunar starfsfólks.
Samfés styður einnig við allt það öfluga forvarnarstarf sem fer fram í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum landsins með því að bjóða upp á jafningjafræðslu og halda viðburði fyrir ungmenni á aldrinum 10-25 ára. Með skipulagningu fjölbreyttra árlegra viðburða og verkefna fyrir starfsfólk og ungmenni á landsvísu viljum við leggja áherslu á að ná til fjölbreytts hóps ungmenna sem hafa tækifæri til að taka þátt á eigin forsendum, þeim að kostnaðarlausu.