Starfsfólk Bungubrekku
Ingimar Guðmundsson
Forstöðumaður Frístundamála / Frístundaleiðbeinandi
Ingimar Guðmundsson er menntaður tómstunda- og félagsmálafræðingur og hefur yfirumsjón með allri starfsemi Bungubrekku. Áður en Ingimar kom inn í starf Bungubrekku 2020 starfaði Ingimar sem teymistjóri í hegðunar- og atferlisteymi í alþjóðlegum enskuskóla í Svíþjóð.
Símanúmer: 660-3919
Póstfang: Ingimar@hvg.is
Liljar Mar Pétursson
Frístundaleiðbeinandi
Liljar Mar Pétursson er menntaður mannfræðingur og starfar sem frístundaleiðbeinandi í Bungubrekku sem hann hefur gert síðan 2020. Liljar starfar þvert á starfið og tekur þátt í öllu því fjölbreytta starfi sem Bungubrekka bíður upp á með einum eða öðrum hætti. Liljar tekur einnig þátt í margvíslegri skipulagsvinnu og vinnur ýmiskonar verkefni sem bæta þjónustu Bungubrekku.
Karen Björk Sigríðardóttir
Frístundaleiðbeinandi
Karen Björk Sigríðardóttir er í fjarnámi í sálfræði við háskólann á Akureyri samhliða því að starfa í Bungubrekku. Karen Björk kom inn í starfið 2020 með mikinn metnað og hefur síðan þá gert allt til þess að starfið standist kröfur og væntingar. Ásamt því að vera einstaklega næm á hegðun og líðan barna er hún er einnig mjög skapandi og sér til þess að starfið sé fjölbreytt fyrir fjölbreyttan hóp. Karen Björk starfar að mestu leyti í frístundaheimilinu en tengist samt sem áður inn í heildarstarfsemi Bungubrekku og hefur starfað á sumarnámskeiðum og í félagsmiðstöðinni.
Kristófer Atli Kárason
Frístundaleiðbeinandi
Kristófer Atli Kárason hefur starfað í Bungubrekku frá stofnun Bungubrekku árið 2018 og hefur verið lykilþáttur í því að þróa starfið. Kristófer var einnig hluti af starfsteymi frístundaheimilisins áður en það varð hluti af frístundamiðstöðinni. Hann hefur mikla yfirsýn á starfinu og veit manna best hvað virkar og hvað ekki. Kristófer er skipulagður, kröfuharður á sjálfan sig og tekur öllum verkefnum fagnandi. Kristófer sér meðal annars um að skipuleggja daglegt starf í því en tekur einnig þátt í fleiri verkefnum innan Bungubrekku.
Vilhjálmur Snær Ólason
Frístundaleiðbeinandi
Vilhjálmur Snær er tómstunda- og félagsmálafræðingur og kom inn í starf Bungubrekku haustið 2023. Vilhjálmur kom með margra ára reynslu úr félagsmiðstöðvastarfi úr Reykjavik þegar hann kom inn í starf Bungubrekku. Vilhjálmur hefur yfirumsjón með rafíþróttastarfi Bungubrekku en vinnur samt sem áður þvert á starf Bungubrekku og tekur þátt í öllu frístundastarfi ásamt því að vera með fasta skipulagsvinnu og markvissa þátttöku í mótun starfsins. Vilhjálmur er lausnarmiðaður, jákvæður og lyftir starfinu upp í hvert skipti sem hann mætir á staðinn.
Elías Breki Sigurbjörnsson
Frístundaleiðbeinandi
Elías Breki Sigurbjörnsson hóf störf í Bungubrekku 2020 og sér um daglegt skipulag í félagsmiðstöðinni Skjálftaskjól og er lykilstarfsmaður í skipulagningu viðburða sem tengjast starfi Skjálftaskjóls. Hann var í stjórn félagsins Trans Ísland í 2 ár ásamt því að vera í hlutastarfi í hinsegin félagsmiðstöðinni í Reykjavík. Ef Bungubrekka er að skipuleggja viðburð þá eru líkur á því að Elías sé sá starfsmaður sem er með yfirumsjón á því. Ásamt því að sinna öllum þessum störfum þá starfar hann einnig í frístundarheimilinu í daglegu starfi.
Dagný Rún Gísladóttir
Frístundaleiðbeinandi
Dagný Rún Gísladóttir starfar í félagsmiðstöðinni Skjálftaskjól og hefur gert það frá árinu 2018. Dagný hefur því starfað lengst af öllu núverandi starfsfólki Bungubrekku í félagsmiðstöðinni sem gerir hana einstaklega mikilvæga í fagþróun starfsins. Dagný var ein af af stofnendum meistaraflokks kvenna í knattspyrnu Hamars sem leikmaður og fyrirliði sem segir margt um drifkraftinn sem fylgir henni. Hún starfar einnig sem stuðningsfulltrúi í Grunnskólanum í Hveragerði og er mikilvægur tengiliður milli skólans og félagsmiðstöðvarinnar.
Herbert Elvan Heiðarsson
Frístundaleiðbeinandi
Herbert Elvan Heiðarsson vann sem bifvélavirki áður en hann hóf störf í Bungubrekku árið 2020. Herbert er einstaklega jákvæður og tekur frumkvæði í öllum verkefnum sem tengjast Bungubrekku. Herbert starfar að mestu leyti í frístundaheimilinu en ásamt því hefur hann starfað á sumarnámskeiðum Bungubrekku. Herbert hefur ákveðna yfirumsjón með búnað sem frístundamiðstöðin á og tryggir að aðgengi að honum sé gott. Herbert gerir allt fyrir starfið og börnin sem gerir það að verkum að reglulega heyrist í börnunum “Hey pabbi, nei ég meina Hebbi”.
Kolbrún Ósk Guðmundsdóttir
Frístundaleiðbeinandi
Kolbrún er félagsliði en hóf upphaflega störf sem matráður í Bungubrekku. Hún kom inn í starfið 2022 í nýtt tilraunar hlutverk í tímabundinn tíma enda ekki algengt að frístundamiðstöð sé með matráð. Kolbrún leysti nýja hlutverkið það vel að ákveðið var að halda því áfram í starfinu og þróa hlutverk matráðs enn frekar. Kolbrún færðist í nýtt hlutverk í ágúst 2022 þar sem hennar menntun myndi nýtast betur þar sem hún einblínir sérstaklega á börn sem þurfa á stuðning að halda í starfi í frístundaheimilinu.
Stella Hlynsdóttir
Frístundaleiðbeinandi
Stella koma fyrst inn í starf Bungubrekku sumarið 2021 þegar hún tók þátt í fjölbreyttum sumarnámskeiðum það sumarið. Tveimur árum seinna hóf Stella aftur störf í Bungubrekku í 100% starfshlutfalli. Stella er mikilvægur hlekkur í fjölbreyttri skipulagsvinnu starfsins og því sem gerist “bakvið tjöldin”. Stella er með fjölbreytta reynslu sem nýtist í starfinu, bæði úr frístundastarfi en einnig úr háskólanámi í lífefna- og sameindarlíffræði og ljósmyndun. Stella getur tekið að sér öll heimsins hlutverk í starfi Bungubrekku og leyst þau, hvort sem það er í frístund, félagsmiðstöðinni, á námskeiðum eða á viðburðum
Gunnhildur Rán Gunnarsdóttir
Frístundaleiðbeinandi
Gunnhildur hefur starfað með einum eða öðrum hætti í Bungubrekku frá árinu 2022. Gunnhildur hefur að mestu leyti tekið þátt í starfi og undirbúning á sumarnámskeiðum starfsins ásamt því að vera í afleysingum í frístundarheimilinu og félagsmiðstöðinni. Frá fyrsta degi hefur Gunnhildur komið með ferskan blæ og nýjungar inn í starfið, börnum og unglingum til mikillar gleði. Gunnhildur er með meistaragráðu í listkennslu frá Listaháskóla Íslands ásamt keramikgráðu. Þekking og reynsla Gunnhildar er einsdæmi í starfi Bungbrekku og bætir gæði starfsins á alla vegu.
Elva Björk Jónsdóttir
Frístundaleiðbeinandi / Afleysingar
Elva Björk Jónsdóttir er útskrifuð sem einkaþjálfari frá Keili og starfar sem Frístundaleiðbeinandi í Bungubrekku. Elva flutti til Hveragerðis árið 2020 og hefur unnið í Bungubrekku síðan. Elva tekur þátt í öllu því fjölbreytta starfi sem Bungubrekka hefur upp á að bjóða. Meðal annars skipulagi á viðburðum og daglegu starfi tengdu frístundaheimilinu, sumarnámskeiðum og félagsmiðstöðinni. Elva er einstaklega sterk í því að skipuleggja og halda utan um stóra viðburði og tekur nánast alltaf þátt í stórum verkefnum sem tengjast Bungubrekku.
Karen Elva Jónsdóttir
Frístundaleiðbeinandi / Afleysingar
Karen Elva Jónsdóttir hefur starfað í Bungubrekku síðastliðin ár og tekið þátt í flest öllu frístundastarfi sem Bungubrekku býður upp á. Karen Elva er í námsleyfi þar sem hún er að klára meistaragráðu í félagsráðgjöf. Karen Elva er mamma hópsins og heldur starfsmannahópnum vel saman. Samhliða náminu mun hún starfa að einhverju leyti og koma eins mikið inn í starf Bungubrekku og hún hefur tök á, sem verður ómetanlegt fyrir Bungubrekku.
Atli Þór Jónasson
Frístundaleiðbeinandi / Afleysingar
Atli Þór Jónasson hóf störf í Bungubrekku í gegnum sumarnámskeið Bungubrekku 2022 og hélt áfram í starfi frístundaleiðbeinanda í frístundaheimilinu og í félagsmiðstöðinni í kjölfarið að eitthverju leyti. Atli hefur einnig starfað sem knattspyrnuþjálfari samhliða því að spila knattspyrnu sjálfur. Atli er oftast fyrsti kostur í allar smiðjur sem fela í sér leiki, hreyfingu og mikilvægi þess að hópurinn sé samstillur og fari eftir ákveðnum reglum. Atli kemur inn í afleysingar þvert á starfið þegar þörfin er til staðar.
Selma Margrét Karlsdóttir
Frístundaleiðbeinandi / Afleysingar
Selma Margrét Karlsdóttir hóf störf í Frístundamiðstöðinni árið 2020 og hefur síðan þá tekið þátt í framþróun í starfi frístundaheimilisins ásamt sumarnámskeiðum Bungubrekku. Selma er einstaklega jákvæð og viðvera hennar í starfinu ein og sér skapar betra umhverfi fyrir alla sem koma að starfinu. Selma hefur frá upphafi verið drifkraftur breytinga og hugafar hennar alltaf verið algjör andstæða við hugarfarið “en þetta hefur alltaf verið gert svona”. Það hugarfar gerir Selmu að einstaklega mikilvægan hlekk í Bungubrekku. Í byrjun árs 2023 fór Selma yfir í afleysingar í starfi Bungubrekku samhliða námi.