Viðveruskráning

Frístundaheimilið Skólasel

Viðverurskráning í frístundaheimilið

Skráning á viðveru verður að fara í gegnum íbúgátt Hveragerðisbæjar og endurnýjast hún sjálfkrafa mánaðarlega.

Skólaárinu er skipt upp í 9 tímabil og er hvert tímabil með umsóknafrest til þess að skrá nýja viðveru, breyta skráningu eða segja upp plássi

 • Viðveruskráning í frístundaheimilið er aðeins skráning í starfið eftir hádegi þá daga sem frístundaheimilið er opið.

  • Þá daga sem frístundaheimlið er opið fyrir hádegi er boðið upp á að skrá börn í lengda opnun.

  • Skráning fyrir lengdar opnanir fara fram í gegnum Sportabler. Upplýsingar um lengdar opnanir má finna hér neðar á síðunni.

Ef barn sem er með skráða viðveru í frístundaheimilinu iðkar íþróttir, stundar tónlistarnám eða er skráð í einhverskonar tómstundariðkun sem lendir á eða í kringum skráða viðveru er mikilvægt að tilkynna það hérna.

Breyting á viðveru

 • Til þess að breyta viðveruskráningu þarf að senda inn nýja skráningu í gegnum íbúagátt Hveragerðisbæjar.

 • Umsókn um breytingu þarf að berast áður en umsóknafrestur rennur út fyrir það tímabil sem á að breyta.

Uppsögn á viðveru

 • Til þess að segja upp viðveruskráningu þarf að senda inn uppsögn í gegnum íbúagátt Hveragerðisbæjar.

 • Uppsögn á viðveruskráningu þarf að berast áður en umsóknafrestur rennur út fyrir það tímabil sem á að breyta.

Lengd opnun

 • Tilgangurinn með lengdri opnun í frístundaheimilinu er einungis til þess að koma til móts við lokun í Grunnskólanum í Hveragerði.

 • Skráning i lengda opnun er frjálst val foreldra/forráðamanna.

 • Skráning í lengda opnun er frá 08:00 til 13:00. Eftir það tekur við almenn viðveruskráning í frístundaheimilinu.

  • Ef barn er ekki með skráða viðveru í frístundaheimilinu eftir hádegi er gert ráð fyrir því að barnið verði sótt klukkan 13:00.

 • Foreldrar/forráðamenn sem nýta sér þessa þjónustu ráða hinsvegar hvenær börnin mæta eða þau verða sótt. Að mæta seinna eða fara fyrr hefur engin áhrif á kostnað við þess þjónustu.

 • Innifalið í lengdri opnun er létt ávaxta hressing milli 09:00 og 10:00. Einnig er innifalinn hádegismatur á milli 12:00 og 13:00. Nesti er leyfilegt ef foreldrar kjósa að senda börn með nesti. Að mæta með nesti hefur ekki áhrif á kostnað við þessa þjónustu.

 • Sama verðskrá gildir fyrir lengda opnun eins og almenna viðveruskráningu í frístundaheimilin sem má nálgast inn á heimasíðu Hveragerðisbæjar

Smelltu hér til þess að sjá tímabil viðveruskráningar og umsóknafresti

  • Skólasetning - 30. september

   • Umsóknafrestur rennur út eftir skólasetningu

  • 1.-31. október

   • Umsóknafrestur rennur út 20. september

  • 1.-30. nóvember

   • Umsóknafrestur rennur út 20. október

  • 1.-31. desember

   • Umsóknafrestur rennur út 20. nóvember

  • 1.-31. janúar

   • Umsóknafrestur rennur út 20. desember

  • 1.-28. febrúar

   • Umsóknafrestur rennur út 20. janúar

  • 1.-31. mars

   • Umsóknafrestur rennur út 20. febrúar

  • 1.-30. apríl

   • Umsóknafrestur rennur út 20. mars

  • 1. maí - Skólaslit

   • Umsóknafrestur rennur út 20. apríl

Smelltu hér til þess að sjá mikilvægar upplýsingar um viðveruskráningu

Lokanir, frí og skipulagsdagar

 • Upplýsingar um lokanir, frí og skipulagsdaga má finna á dagatali Bungubrekku sem er aðgenilegt með því að smella hérna.

Frjáls mæting

 • Foreldrar/forráðamenn eiga kost á því að skrá börn í frjálsa mætingu sem þýðir:

  • Foreldrar þurfa ekki að tilkynna ef barnið mætir ekki þann dag sem það er með skráða frjálsa mætingu.

  • Starfsfólk frístundaheimilisins tilkynnir þá ekki til foreldra ef barn mætir ekki í frístundaheimilið á þeim degi sem það er með frjálsa mætingu

Viðvera, mæting og forföll

 • Tilkynna þarf forföll sérstaklega til okkar í gegnum póstfangið bungubrekka@hvg.is eða í gegnum síma, 4834095.

  • Starfsfólk hringir í foreldra ef börn skila sér ekki í starfið og því er mikilvægt að foreldrar tilkynni forföll til þess að tryggja að óþarfa viðbragðsáætlanir fari ekki af stað.

 • Foreldrar sem ætla að sækja börn beint eftir skóla eru beðnir um að sækja börnin í frístundaheimilið frekar en út í skóla.

 • Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að senda frávik frá hefðbundinni viðveruskráningu í gegnum tölvupóst (bungubrekka@hvg.is) í síðasta lagi klukkan 11:00 þann dag sem frávikið á sér stað.

  • Frávik er t.d. breyting á heimferðamáta eins og að fara heim með vin, vera sótt af öðrum eða ef börn eiga að fara sjálf úr starfinu en á annan stað heldur en heim.

  • Ef tölvupóstur skilar sér ekki fyrir klukkan 11:00 er óvíst að upplýsingar skili sér inn í starfið þann dag.

  • Ef upplýsingar berast símleiðis á meðan starfið stendur yfir getur komið upp sú staða að ekki sé hægt að fylgja á eftir óskum foreldra/forráðamanna.


Breyting á heimferðamáta

 • Hægt er að senda póst á bungubrekka@hvg.is eða hringja í símanúmerið 483-4095 til þess að breyta heimferðamáta barna. Ekki þarf að senda inn nýja umsókn til þess.


Smelltu hér til þess að sjá upplýsingar um samspil viðveruskráningar í frístundaheimilinu og annara tómstundariðkunar

 • Starfsfólk frístundaheimilisins fylgir ekki börnum í tómstundir að jafnaði en fyrstu vikurnar á nýju skólari mun starfsfólk fylgja íþróttaiðkendum út í íþróttahús.

 • Starfsfólk sér um að senda börn á æfingar og í aðrar skráðar tómstundir út allan veturinn og passar að börnin leggi af stað á réttum tíma og skili sér í frístundabílinn þegar það á við.

 • Mikilvægt er að foreldrar og starfsfólk séu í góðu samstarfi þegar kemur að því að búa til gott jafnvægi á milli tómstunda og frístundaheimilisins.

 • Ef einhver óvissa kemur upp er starf frístundaheimilisins ávalt í forgang og börn ekki send á æfingar.

 • Börn eru ekki send í neinar tómstundir sem lenda á viðverutíma í frístundaheimilinu nema það sé búið að skrá þau sérstaklega. Smelltu hérna til þess að tilkynna með skráningu.

 • Mikilvægt er að tilkynna ef barn hættir einhverri tómstundaiðkun sem er búið að skrá í gegnum bungubrekka@hvg.is eða í gegnum símanúmerið 483-4095.